#

Skrá um doktorsritgerðir Íslendinga

Skrár um doktorsritgerðir Íslendinga komu út á prenti í Árbók Landsbókasafns, fyrst 1962–1963 og síðan á níunda áratug síðustu aldar. Fyrir allmörgum árum voru þessar skrár sameinaðar og þær fluttar á stafrænt form. Inn í þá skrá voru færðar viðbætur eftir því sem þær bárust safninu.

Þessum vef hefur ekki verið haldið við síðan árið 2016. Nú eru doktorsritgerðir skráðar í bókasafnskerfið og finnast í leitargátt bókasafna, Leitir.is.

Enn er þó talsvert af ritgerðum sem einungis eru birtar á þessum vef. Stefnt er að því að allar doktorsritgerðir verði skráðar í bókasafnskerfið. Þá verður þessi vefur lagður niður.